Þvagsýkingarpróf
Þvagstrimlar til greiningar á þvagfærasýkingu. Nemur hvít blóðkorn, prótein, nítröt og blóð í þvagi. Auðvelt að lesa af litaspjaldi. Niðurstaða fæst á 1– 2 mínútum. Öruggt og auðvelt í notkun. Ætlað til heimilisnota.
Innihald: 3 þvagstrimlar, 1 litaspjald og leiðbeiningar.
Hvað er þvagfærasýking?
Þvagfærasýking er það þegar bakteríur komast upp þvagrásina og valda bólgu í þvagblöðru og stundum nýrum. Allir geta fengið þvagfærasýkingu en þær eru algengari meðal kvenna en karla. Það orsakast af því að þvagrás kvenna er mun styttri en þvagrás karla og því eiga bakteríur greiðari leið upp í þvagrásina. Eldri karlmenn eru einnig viðkvæmari fyrir þvarfærasýngum, ef stækkun í blöðruhálskirtli hindrar rennsli þvags.
Hver eru einkenni þvagfærasýkingar?
- Sviði við þvaglát
- Illa lyktandi þvag
- Verkir yfir blöðrustað/kvið- og bakverkir
- Skyndileg og sterk þvaglátsþörf
- Guggugt þvag
- Blóð í þvagi
- Hverjar eru ástæður þvagfærasýkinga?
- Þvagfærasýkingar orsakast yfirleitt af bakteríum frá endaþarmi þess sem sýkist. Bakteríurnar smitast yfir í þvagrás og þvagblöðru, þar sem þær mynda sýkingu. Aðrar ástæður þvagfærasýkinga geta verið þættir sem hindra rennsli þvags, eins og stækkaður blöðruhálskirtill, ónóg tæming þvagblöðru, meðganga, minnkuð mótstaða ónæmiskerfisins og ofkæling.
Hvernig er prófið framkvæmt?
Til þess að niðurstaða prófsins sé sem áreiðanlegust skal nota fyrsta þvaglát eftir nætursvefn. Þvagstrimlinum er haldið undir þvagbununni í 2 sekúndur eða honum dýft í þvagsýni, sem safnað hefur verið í hreint og þurrt ílát. Eftir 1-2 mínútur er hægt að lesa niðurstöðuna af strimlinum.
Hvernig á að lesa niðurstöðuna?
Á strimlinum eru 4 litarammar sem gefa til kynna hvort hvít blóðkorn, prótein, nítröt eða blóð hafi fundist í þvagi.
Hvað á að gera ef grunur er um sýkingu?
Ef Geratherm® þvagfærasýkingarprófið gefur jákvæða niðurstöðu skal tafarlaust hafa samband við lækni. Læknir tekur svo ákvörðun um hvernig skal meðhöndla sýkinguna.
Af hverju er mikilvægt að greina þvagfærasýkingar snemma?
ögulegt er að greina og bregðast við þvagfærasýkingum strax við fyrstu einkenni. Að greina og meðhöndla þvagfærasýkingu snemma getur komið í veg fyrir að sýkingin versni, breiði úr sér og leiði til frekari og alvarlegri veikinda.
Ef minnsti grunur vaknar um að þvagfærasýking sé til staðar er hægt að nota þetta einfalda heimapróf til frekari athugunar. Niðurstöður prófsins geta hjálpað þér að ákveða hvort og hvenær þú þarft að leita læknis vegna sýkingarinnar.