1 af 4
Difrax mál með röri 250 ml. #Sage
250 mlDifrax málið með röri aðstoðar barnið við að læra að drekka í uppréttri stöðu án þess að halla sér aftur á bak. Málið er hentugt frá sirka 12 mánaða aldri eða um leið og barnið getur setið upprétt. Rörið er með mjúkum stút og einstöku innbyggðu “non-spill” kerfi, svo vökvinn hvorki hellist né sullist úr.
“Non-spill” kerfið virkar á þá leið að rörið opnast þegar barnið sýgur það og vökvinn flæðir út um rörið. Hins vegar flæðir enginn vökvi þegar rörið er ekki sogið. Málinu fylgir lok sem skýlir rörinu fyrir óhreinindum þegar það er ekki í notkun.
Difrax vörurnar eru þróaðar í samvinnu við læknateymi sem m.a. samanstendur af barnalæknum, talmeinatæknum, tannlæknum, mjólkursérfræðingum og næringarráðgjöfum.
Allar Difrax vörurnar eru BPA fríar.