Lyf
Voltaren Forte
23,20 mg/g - 30 gVoltaren forte hlaup inniheldur virka efnið díklófenak sem er bólgueyðandi efni með verkjastillandi og hitalækkandi verkun. Það dregur úr myndun prostaglandínefna í líkamanum, en þau valda m.a. bólgumyndun.
Voltaren forte er notað staðbundið á húð við álags- og íþróttameiðslum eins og vöðva- og liðverkjum, tognunum og bólgum. Burðarefni hlaupsins hefur auk þess kælandi áhrif. Kostir þess að nota lyfið staðbundið á húð í stað þess að taka lyfið inn eru m.a. þeir að mun minni líkur eru á aukaverkunum sem og milliverkunum við önnur lyf.
Borið á aum eða bólgin svæði 2 sinnum á dag.
Lesið leiðbeiningar í fylgiseðli vel.
Vörunúmer: 523195
Verð1.598 kr.
1
Frí heimsending ef verslað er fyrir meira en 9.900 kr.