Parapró
700,00 mg - 20 stkHeimilt er að selja takmarkað magn lyfsins í lausasölu, mest 30 stk (1 pakki) handa einstaklingi
Parapró inniheldur tvö virk innihaldsefni, paracetamól og íbúprófen. Paracetamól hefur bæði verkjastillandi og hitalækkandi verkun. Íbúprófen, sem flokkast til bólgueyðandi gigtarlyfja, hefur bólgueyðandi áhrif ásamt því að vera verkjastillandi og hitalækkandi.
Vegna samverkandi eiginleika þá eykst verkjastillandi og hitalækkandi áhrifin þegar þau eru tekin inn saman og hentar því Parapró vel fyrir þá sem þurfa meiri verkjastillandi verkun en af paracetamóli eða íbúprófeni einu sér. Parapró er notað tímabundið meðal annars við hita, höfuðverk, bakverk, tíðaverk, tannverk, lið- og vöðvaverkjum, vægri liðagigt og kvef- og flensueinkennum.
Fullorðnir: 1-2 töflur í senn 1-3svar á dag í mest 3 daga. 6 klst skulu líða að minnsta kosti á milli skammta. Tekið inn með mat.
Lesið leiðbeiningar í fylgiseðli vel.