Vectavir
1,00 % - 2 gVectavir er notað við veirusýkingum. Virka efnið pencíklóvír hindrar myndun á erfðaefni herpesveira og stöðvar fjölgun þeirra. Þegar veirufjölgun er stöðvuð er auðveldara fyrir ónæmiskerfi líkamans að vinna á sýkingunni.
Ekki er æskilegt að mikið ónæmisbældir einstaklingar noti lyfið eins og t.d. alnæmissjúklingar. Hinir sömu gætu þó þurft að nota lyfið til langs tíma þar sem þeir ná síður að vinna á veirunni og er hættara en öðrum að mynd þol fyrir lyfinu. Lyfið hefur mest áhrif ef það er notað strax í upphafi sýkingar, eða á meðan veiran er ennþá að fjölga sér. Pencíklóvír er notað við áblæstri á vörum (frunsu) eða í andliti af völdum herpesveira. Lyfið á ekki að nota á slímhúð eða í eða nálægt augum. Athugið að veiran er smitandi meðan sár af völdum sýkingarinnar eru til staðar, líka þótt lyfið sé notað.
Notkun:
- Borið á sýkt svæði á u.þ.b. 2ja klst. fresti yfir daginn. Meðferð ætti að hefja sem fyrst eftir að einkenni sýkingar koma fram. Meðferð ætti að standa yfir í 4 daga.
Lesið leiðbeiningar í fylgiseðli vel.