Sefitude
445,00 mg - 60 stkJurtalyfið Sefitude frá Florealis er eina lyfið á Íslandi við svefntruflunum og vægum kvíða sem fæst án lyfseðils í apótekum. Lyfið inniheldur útdrátt úr garðabrúðurót (Valeriana) en róandi áhrif jurtarinnar hafa lengi verið viðurkennd og staðfest í klínískum samanburðarrannsóknum.
Jurtalyfið getur stytt tímann sem það tekur að sofna og bætt svefngæði. Sefitude er tekið inn að kvöldi og hjálpar viðkomandi að róast og sofna. Til að ná ákjósanlegum áhrifum er mælt með samfelldri notkun í 2-4 vikur. Sefitude er hvorki sljógvandi né ávanabindandi og má nota allt frá 12 ára aldri.
Ráðlagður skammtur fyrir fullorðna:
Gegn vægum kvíða: 1 tafla allt að 3 sinnum á dag.
Gegn svefntruflunum: 1 tafla hálfri til einni klukkustund fyrir svefn, ein aukatafla fyrr að kvöldi ef þörf krefur.
Ráðlagður skammtur ungmenna, 12-18 ára:
Gegn vægum kvíða: 1 tafla allt að 2 sinnum á dag.
Gegn svefntruflunum: 1 tafla hálfri til einni klukkustund fyrir svefn, ein aukatafla fyrr að kvöldi ef þörf krefur.
Ekki nota Sefitude ef þú ert þunguð eða með barn á brjósti. Öryggi lyfsins á meðgöngu eða meðan á brjóstagjöf stendur hefur ekki verið staðfest. Sefitude getur dregið úr hæfni til að aksturs og notkunar véla. Þeir sem verða fyrir áhrifum eiga ekki að keyra eða nota vélar. Lyfið inniheldur súkrósa og maltódextrín. Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Geymist við hitastig lægra en 30°C. Lyfið getur valdið óþægindum í meltingarvegi.
Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á
www.serlyfjaskra.is