Lyf
Hydrokortison Evolan
10,00 mg/g - 50 gVörunúmer: 466884
Verð2.692 kr.
1
Frí heimsending ef verslað er fyrir meira en 9.900 kr.
Hydrokortison Evolan inniheldur hýdrókortisón en það er sterahormón sem myndast í nýrnahettunum. Lyfið er notað staðbundið til þess að draga úr bólgum, kláða og ofnæmiseinkennum, en það bælir myndun efna sem framkalla bólgur og virkja ónæmiskerfið.
Sterar sem eru notaðir í húðlyf skiptast gróflega í 4 flokka eftir styrkleika. Hýdrókortisón er vægur steri og tilheyrir flokki 1, vægasta flokknum. Lyfið er notað við exemi og öðrum húðsjúkdómum þar sem sterar eiga við.