Lyf
Hirudoid
3,00 mg/g - 100 gVörunúmer: 559286
Verð3.850 kr.
1
Frí heimsending ef verslað er fyrir meira en 9.900 kr.
Hirudoid er notað við æðabólgu og marblettum sem liggja grunnt undir húð. Virka efnið heparínóíð er skylt blóðþynningarlyfinu heparíni og hefur blóðþynnandi og bólguhemjandi áhrif.
Þegar lyfið er borið á húð eykst flæði blóðs og vökva frá bólgna svæðinu og flýtir fyrir því að blóðtappar og marblettir leysist upp og bólga minnki. Hluti lyfsins berst frá húðinni inn í blóðrás líkamans, en ekki nægilega mikið til þess að valda almennri blóðþynningu. Lyfið má ekki nota í opin sár eða á skaddaða húð og gæta verður þess að það berist ekki í augu.
Notkun:
Lesið leiðbeiningar í fylgiseðli vel.