1 af 2
Florealis Rosonia VagiCaps? 10 hylki
10 stkRosonia VagiCaps er fljótvirk, staðbundin meðferð við óþægindum í leggöngum s.s. sviða, kláða, særindum og óeðlilegri útferð. Myndar varnarhimnu sem vinnur gegn bakteríu-, sveppa- og veirusýkingum. Stuðlar að náttúrulegri flóru í leggöngum. Græðandi við særindum eftir fæðingu. Mjúk lítil hylki í leggöng, eitt hylki fyrir svefn í eina viku eða eftir þörfum.
Virk innihaldsefni og virkni
TIAB er einstakt efnasamband myndað úr silfurjónum* tengdum títaníumdíoxíð míkrókristöllum. Það myndar örverudrepandi varnarhjúp yfir viðkomandi svæði sem veitir vörn gegn örverum og ertandi efnum. Hjúpurinn veitir kjöraðstæður fyrir slímhúðina að gróa og endurnýja nýja sig.
Aloe vera róar slímhúðina og veitir raka.
Hýalúrónsýra er rakagjafi ásamt því að styðja við myndun varnarhjúpsins.
*Rannsóknir sýna að silfurjónir í TIAB sambandinu frásogast ekki um húð, hvorki heila húð né rofna. Varan inniheldur 0.004% míkrósilfurjónir.