Nærandi olíulaust nætur serum sem hjálpar húðinni að fara í gegnum endurnýjunar- og hreinsunarferli næturinnar. Í stað þess að hindra eðlilega starfssemi húðarinnar með því að nota feit og olíumikil krem á kvöldin, þá hjálpum við húðinni að anda og flýtum þannig fyrir endurnýjandi ferli húðarinnar. Húðin fær heilbrigðari ljóma og geislandi útlit eftir fegurðarsvefn næturinnar. Húðin okkar býr yfir eigin krafti til að viðhalda jafnvægi og endurnýja sig. Húðsnyrtivörur frá Dr. Hauschka styðja við þetta náttúrlega ferli.