Pössun vel uppá húðina

1920X1080 Myndir 05
Höfundur
Höfundur Lyfja
4. mars 2025
Tengt efni
Húðin

Mikilvægt er að passa vel upp á húðina, fylgjast með fæðingarblettum, nota sólarvörn og fyrirbyggja sprungur og sáramyndun eins og hægt er vegna þurrks/exems/húðsjúkdóma.

Húðin er stærsta líffæri okkar og gegnir mörgum mikilvægum hlutverkum. Hún verndar m.a. líkamann gegn sýklum, vökvatapi, skaðlegum geislum, tekur þátt í stjórnun líkamshita og framleiðir D-vítamín. 

Bætiefni sem eru góð fyrir húðina

  • Omega-3 fitusýrur til að viðhalda raka í húðinni
  • Sink fyrir bólótta húð
  • C-vítamín fyrir þroskaða húð
  • Astaxanthin ver húðina gegn sólinni

Ráð fyrir þurra húð og húð með exem

  • Nota mildar ilmefnalausar sápur og lítið af þeim.
  • Nota góð rakakrem eftir bað/sturtu til að halda raka betur í húðinni,
  • þurr húð er auðertanlegri og veldur frekar kláða.
  • Drekka vel af vatni.
  • Nota ilmefnalaust þvottaefni og sleppa mýkingarefni.
  • Forðast föt sem erta húðina.

Lyf á húð (bólgueyðandi sterar)

Ýmis lyf eru notuð við kvillum í húð en algengust eru bólgueyðandi sterar, sem m.a. geta verið í formi krems, smyrsla eða fljótandi áburðar. Þeir draga úr virkni ónæmiskerfisins í húð, sem hemur bólguviðbrögð, dregur úr kláða og minnkar óþægindi. Þeir eru til í mismunandi styrkleikum og er mildasti seldur án lyfseðils (hydrocortison). Bólgueyðandi sterar eru m.a notaðir við exemi, psoriasis, ofnæmiskláða, miklum þurrk og skordýrabitum. Þessi lyf eru yfirleitt borin á húð í þunnu, jöfnu lagi, einu sinni til tvisvar á dag. Ekki má bera lyfin á opin sár og gott er að þvo hendur eftir notkun þeirra (passa að berist ekki í augun). Sterar eru oft notaðir í kúrum í ákveðinn tíma og síðan eru góð mýkjandi krem notuð inn á milli.

Þetta þarf að hafa í huga við notkun á sterum á húð

Sterar geta valdið húðrýrnun eftir langvarandi notkun, sérstaklega sterkari tegundirnar. Þeir geta valdið flögnun á húð, bólum og víkkun æða. Þá á ekki að nota á meðgöngu eða við brjóstagjöf nema í samráði við lækni.

Tengdar vörur
Deila