Um Lyfju Heyrn

Lyfjaheyrn 1920X1080 30
Höfundur
Höfundur Lyfja
9. október 2023
Tengt efni
Heyrnin

Lyfja Heyrn sérhæfir sig í að verja, mæla og bæta heyrn með framúrskarandi þjónustu löggildra heyrnarfræðinga og sérþjálfaðs starfsfólks. Kíktu við eða bókaðu tíma, við tökum vel á móti þér.

Hjá Lyfju Heyrn færð þú:

  • Ítarlega heyrnarmælingu og getur skoðað vöruval Phonak heyrnatækja í sérhönnuðu heyrnarstúdíói
  • Einfalda heyrnarmælingu sem segir til um það hvort þú þurfir að koma í ítarlegri heyrnarmælingu
  • Ráðgjöf um heyrnartæki, fyrirbyggjandi vörur og lausnir.
  • Phonak heyrnartæki til prufu í kjölfar heyrnarmælingar
  • Sérsmíðaða heyrnarvernd
  • Roger aukabúnað fyrir Phonak heyrnartæki

Lyfja Heyrn er fyrsta verslun sinnar tegundar á Íslandi þar sem viðskiptavinir geta komið í einfalda og ítarlega heyrnarmælingu, skoðað og prófað heyrnartæki, stuðningsvörur heyrnartækja og fyrirbyggjandi lausnir fyrir heyrn með aðgengi að sérfræðiráðgjöf heyrnarfræðinga og sérþjálfaðs starfsfólks. Einnig er í boði að leigja heyrnartæki til skemmri tíma ef þörf er á slíku. Verslun okkar er öllum opin og við hvetjum þig til að kíkja við og skoða úrvalið eða fá faglega ráðgjöf. Við erum í Lágmúla 5 á jarðhæð, beint inn af bílastæði.  

Okkar markmið er að breyta upplifun, þjónustu og vegferð viðskiptavina sem glíma við heyrnarskerðingu ásamt því að veita lausnir og faglega ráðgjöf á vörum sem vernda heyrn.

Við viljum þjónusta sérstaklega þá hópa sem þurfa á heyrnarvernd að halda í starfi og leik. Við bjóðum upp á algjörlega sérsniðnar heyrnarvarnir. Með því að skanna eyrað fáum við upp stafrænt mót af eyranu og smíðum eftir því sérsniðna eyrnartappa. Heyrnarverndin þín passar þér því fullkomlega.

Hjúkrunarþjónusta Lyfju í Lágmúla

Lyfja býður upp á nýja þjónustu hjá hjúkrunarfræðingum Lyfju Lágmúla en þangað getur þú mætt í eyrnaskoðun og eyrnahreinsun án tímabókunar.

Hjúkrunarfræðingur skoðar í eyru og metur hvort þörf sé á að skola eyrun. Tímabókun er óþörf. Opið er frá klukkan 8-16 virka daga.

Þjónusta Almennt verð Eldri borgarar og öryrkjar
Eyrnahreinsun 4.990 kr. 3.990 kr.

Áhugaverðar staðreyndir

  • Samkvæmt John Hopkins Medicine upplifa 1 af hverjum 3 fullorðnum eldri en 65 ára heyrnarskerðingu
  • Þeir sem þurfa á heyrnartækjum að halda fá þau að jafnaði 6 árum of seint > erfiðari endurhæfing
  • Sífellt yngra fólk glímir við heyrnarskerðingu, vegna breytinga á hlustun, samkvæmt rannsókn NIDCD í USA er hlutfallið 14% á aldrinum 20-69 ára

Ef grunur leikur á skertri heyrn hjá barni á aldrinum 0-18 ára er best að leita til Heyrnar- og talmeinastöðvarinnar, sérfræðinga í háls-, nef- og eyrnalækningum eða heimilislæknis.

Vörur fyrir heyrnaheilsuna
Deila